WordPress námskeið Vefaldar

Veföld hefur sett saman frítt WordPress námskeið þar sem farið er yfir öll helstu grunnatriði kerfisins. Tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í WordPress vefumsjónarkerfinu.

01

Wordpress mælaborðið

Í fyrsta hlutanum förum við örsnöggt yfir Wordpress mælaborðið (e. Dashboard) sem er yfirlitssíða yfir öll tól sem þú getur notað í kerfinu.

02

Færslur og síður

Í þessum hluta námskeiðsins kennum við þér muninn á færslum og síðum í WordPress kerfinu.

03

Textavinnsla í WordPress

Þessi hluti kennir þér að nota textavinnsluna í WordPress. Þegar þú ert að skrifa eða breyta færslum, síðum eða öðru efni í WordPress notarðu textavinnsluna (e. Editor).

04

Að búa til nýja færslur

Hér lærirðu að búa til fyrstu færsluna. Við kennum þér að setja inn nýjar færslur á vefsíðuna þína, merkja þær og setja í flokka.

05

Ýmsar gerðir færslna

Í sumum WordPress þemum geturðu valið mismunandi útlit á færslu, eftir því hvort þú merkir hana sem hljóð, samtal eða myndasafn. Hér förum við örstutt yfir þessar gerðir.

06

Hvernig á að breyta færslu?

Það er mjög algengt að fólk vilji breyta færslum eftir að þær eru birtar. Hér förum við yfir hvernig þú breytir færslu í WordPress kerfinu.

07

Hvernig á að flokka og merkja færslur

Mikilvægt er að flokka og merkja færslur jafnóðum og þær eru birtar. Bæði er það til þæginda fyrir þig til lengri tíma litið og auðveldar lesendum síðunnar að finna efni.

08

Að búa til síður og breyta þeim

Síður eru oft kallaðar kyrrstæðar. Það þýðir að þær innihalda efni sem breytist sjaldan eða aldrei. Gott dæmi er „um okkur“ og „hafðu samband“ síður hjá fyrirtækjum. Hér kennum við þér að búa til síður og breyta þeim.

09

Hvernig á að setja inn myndir í WordPress

Við kennum þér hvernig á að setja inn myndir í myndaalbúm og í færslur.

10

Hvernig á að setja inn myndbönd í WordPress

Lærðu að setja YouTube & Vimeo myndbönd á síður og í færslur.

11

Stýring athugasemda frá lesendum

Farið er yfir hvernig þú getur skoðað og stjórnað athugasemdir sem birtast á síðum og póstum á vefnum þínum og hvernig þú getur stjórnað þeim.

12

Hvernig á að búa til hlekk

Við kennum þér að búa til hlekki sem vísa á aðrar vefsíður eða síður inn á vefsíðunni þinni.

13

Útlitsbreytingar á vefsíðunni

Hægt að velja á milli þúsunda þema í WordPress sem eru í raun tilbúnir útlitspakkar fyrir kerfið. Hvert þema hefur sín séreinkenni og hér kennum við þér að gera útlitsbreytingar á þeim.

14

Að bæta við síðuhlutum (Widgets)

Síðuhlutar eru sjálfstæðir efnisbútar sem þú getur haft í hliðardálkum, fætinum eða á þeim svæðum sem þemað þitt býður upp á.

15

Að búa til sérsniðna valmynd

Lærðu að búa til sérsniðna valmynd fyrir WordPress vefsíðuna þína og láta hana birtast þar sem þú vilt hafa hana á síðunni.

16

Að setja inn viðbætur

Viðbætur geta bætt inn virkni á síðuna sem er ekki innbyggð í kerfið. Þá er hægt að setja upp viðbætur frá þriðja aðila. Hér förum við yfir hvernig viðbætur eru settar upp og virkjaðar.

17

Að gefa notendum aðgang að síðunni

Ef fleiri munu koma til með að skrifa færslur á síðuna þína eða þú vilt gefa öðrum leyfi til að breyta henni, geturðu gefið þeim aðgang að kerfinu. Hér förum við yfir mismunandi aðganga og hvernig þú bætir inn nýjum notanda.

18

Nytsamleg tól og Wordpress stillingar

Í lokakaflanum er farið yfir nytsamleg tól og stillingar í WordPress sem koma að góðum notum.

Settu upp WordPress
hjá Veföld