Öruggt og hraðvirkt

Veföld sér um vefhýsingu og umsjón á WordPress vefsíðum. Við sjáum um eftirlit, viðhald og uppfærslur á WordPress kerfinu ásamt afritunartöku. Netþjónar Vefaldar eru sérstaklega uppsettir fyrir WordPress og hýsingin er afkastamikil, örugg og með stuðning við nýjustu staðla.

Skoða nánar

 


KOMDU Í HÓP ÁNÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA

Okkar þjónusta er ekki fyrir þig ef...

Þú vilt ekki nota
WordPress kerfið

Við sérhæfum okkur í WordPress og netþjónar okkar eru uppsettir í þeim eina tilgangi að keyra WordPress vefi.

Þú vilt að við sjáum um innihaldið á vefnum þínum

Við brúum bilið milli þín og WordPress en þar tekur þú við og setur inn efni á síðuna. Á meðan sjáum við um afritunartöku, eftirlit, uppfærslur o.fl. sem tryggir hraða og aðgengi vefsins.

Þú vilt notast
við cPanel

Hjá okkur er einfalt stjórnborð sem hleypir þér í það sem skiptir máli fyrir WordPress. Þar má setja upp vefsíður, stilla slóð, nálgast FTP og MySQL aðgang o.fl.

Sérfræðingar
í WordPress

Ég stofnaði Veföld vegna þess að ég vissi að marga vantar einfalda og örugga hýsingu fyrir WordPress vefsíður. Komið hefur í ljós að vefir sem við hýsum eru hraðari og áreiðanlegri en vefir sem hýstir eru á netþjónum sem eru ekki sérhæfðir fyrir WordPress kerfið. Það er vegna þess að Veföld sérhæfir sig algjörlega í WordPress. Nálgun mín hefur alltaf verið einföld. Veföld sér um að vefurinn þinn sé öruggur og hraður án þess að þú þurfir að vera sérfræðingur í tölvukerfum.

– Gunnlaugur Arnar Elíasson, Framkvæmdastjóri

Settu upp WordPress
hjá Veföld