Skilmálar

Notkunarskilmálar

Þessir skilmálar gilda um hýsingarþjónustu Veföld ehf. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að hlíta þeim í einu og öllu.

Veföld ehf. áskilur sér rétt til að ákveða hvort notkunarskilmálum þessum hafa verið framfylgt á fullnægjandi hátt.

Veföld ehf. áskilur sér rétt til að loka tafarlaust fyrir þjónustu þeirra sem ekki framfylgja þessum skilmálum.

Veföld ehf. áskilur sér rétt til að senda tölvupóst á viðskiptavini með tilkynningum er varða þjónustuna.

Óheimilt er að dreifa tölvuvírusum eða öðru sem kann að skemma hugbúnað, trufla vinnu, tölvubúnað eða samskipti annarra.

Hvers kyns óumbeðnar sendingar tölvupósts eru óheimilar, s.s. auglýsingar, áróður, villandi upplýsingar, keðjubréf, eða annað efni sem getur valdið óþægindum eða sært blygðunarkennd annarra.

Notkun sem veldur óeðlilegu álagi á netkerfi Veföld ehf. er óheimil.

Notendum er óheimilt að endurselja þjónustu Veföld ehf. án sérstaks samnings við Veföld ehf.

Veföld ehf. áskilur sér rétt til að loka þjónustu um stundarsakir ef nauðsyn krefur s.s. vegna tæknibilana eða uppfærslum á netkerfi.

Veföld ehf. ber enga ábyrgð á tjóni viðskiptavina vegna hvers konar bilana, sambandsleysis eða truflana á netkerfi Veföld ehf.

Ekki er leyfilegt að gera tilraunir til að komast yfir lykilorð eða gögn önnur en eigin á netkerfi Veföld ehf.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru með réttu notendanafni og lykilorði en notkun rétts lykilorðs jafngildir undirskrift viðskiptarvinar.

Ef viðskiptavinur hefur ástæðu til að ætla að óviðkomandi aðili hafi komist yfir upplýsingar um notendaheiti og/eða lykilorð hans að þjónustu Veföld ehf. ber honum skylda að tilkynna það án tafar til starfsmanna Veföld ehf.

Viðskiptavinum er óheimilt að hýsa efni á netkerfi Veföld ehf. sem brýtur í bága við íslensk lög og almennar siðareglur.

Greiðsluskilmálar

Veföld ehf. mun birta gjaldskrá fyrir þjónustu sína á hverjum tíma. Viðskiptavinir geta nálgast gjaldskrána á vefsíðu Veföld ehf: https://www.vefold.is/verdskra/

Reikningur er gefinn út í byrjun hvers mánaðar fyrir vinnu/þjónustu í nýliðnum mánuði.

Gjalddagi reikninga er 5. hvers mánaðar. Séu reikningar ekki greiddir á gjalddaga reiknast á þá dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Séu reikningar ekki að fullu greiddir 30 dögum eftir gjalddaga er Veföld ehf. heimilt að synja reikningshafa um þjónustu og loka fyrir þjónustu, þar til skuldin hefur verið greidd að fullu.

Hafi reikningshafi athugasemd við reikning skal hann láta vita innan 14 daga frá útgáfu reiknings, að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.

Séu reikningar ekki greiddir eftir þrjá mánuði áskilur Veföld ehf. sér rétt til þess að eyða öllum gögnum viðskiptavina sem hýst eru hjá Veföld ehf.

Uppsögn á þjónustu getur aðeins tekið gildi um mánaðamót og þarf að hafa borist fyrir 26. þess mánaðar.

Uppsögn sem berst eftir 25. hvers mánaðar tekur ekki gildi fyrr en um þar næstu mánaðamót.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur