Frír vefflutningur

Ef þú ert nú þegar með WordPress vef annars staðar þá sjáum við um að flytja vefinn þinn til okkar þér að kostnaðarlausu. Þú útvegar okkur aðgangsupplýsingar fyrir vefsvæðið þitt og við sjáum um restina.

Dagleg og örugg afritunartaka

Veföld tekur afrit einu sinni á sólarhring. Vefsvæðið er afritað í heild sinni ásamt gagnagrunni. Hvert afrit er geymt í 14 daga.

Sérsniðið fyrir WordPress

Netþjónar Vefaldar eru sérstaklega settir upp fyrir WordPress vefumsjónarkerfið og keyra það einungis. Þar sem netþjónarnir eru sérhæfðir fyrir WordPress verður vefurinn þinn mun öflugri fyrir vikið.

Eldsnöggir vefir

WordPress vefir sem eru hýstir hjá Veföld eru hraðari og áreiðanlegri en vefir sem eru hýstir á netþjónum sem eru ekki sérhæfðir fyrir WordPress kerfið. Það er því engin þörf á viðbótum sem eiga að gera vefinn hraðari. Við sjáum alfarið um að hafa vefinn eins snöggan og mögulegt er fyrir okkar viðskiptavini.

Frítt SSL skírteini

Veittu notendum þínum meira öryggi og aukið vægi í leitarvélum með því að vera með SSL uppsett á þínum vef. Með öllum vefsvæðum Vefaldar fylgir SSL-dulkóðun frá Let's Encrypt. Hægt er að virkja SSL dulkóðun með einum músarsmell í bakenda okkar. Það þarf því hvorki að vera erfitt né flókið að vera með öruggan WordPress vef.

Uppfærslur

Uppfærður vefur er öruggari vefur. Veföld getur séð um allar uppfærslur í WordPress fyrir viðskiptavini. Það tryggir að vefurinn þinn sé eins öruggur og möguleiki er á.

HTTP/2

Vefþjónar okkar styðja og nýta HTTP/2. Það skilar vefnum þínum meiri snerpu, sérstaklega þegar vefir eru skoðaðir úr farsíma eða á þráðlausu neti.