Ef fleiri munu koma til með að skrifa færslur á síðuna þína eða þú vilt gefa öðrum leyfi til að breyta henni, geturðu gefið þeim sinn eigin aðgang að kerfinu.
Gott er að gera greinarmun á hlutverkum notenda:
- Administrator er sá sem hefur fullan aðgang að síðunni og öllum stillingum.
- Editor getur búið til færslur og síður og breytt þeim. Hann getur líka breytt færslum og síðum sem aðrir hafa búið til.
- Author getur skrifað færslur undir eigin nafni og birt þær.
- Contributor getur skrifað færslur undir eigin nafni en ekki birt þær.
- Subscriber getur bara lesið efni.
Þegar fólk sem er ekki með „administrator“ aðgang eins og þú skráir sig inn, fær það upp mun færri valmöguleika.
Til að skoða hverjir eru með aðgang, breyta hlutverkum, eyða notendum og þess háttar smellirðu á „All users“ undir „Users“ vinstra megin á síðunni.
Smelltu á „Add new“ undir „Users“ í valmyndinni vinstra megin á síðunni ef þú vilt bæta við notanda.
Ef notandi sem er skráður sem „contributor“ skrifar færslu og er tilbúinn til að birta hana. Sérðu hana í „posts“ listanum, merkta „pending“. Þú þarft að opna hana og velja „publish“ ef hún uppfyllir þínar kröfur.
Í síðasta hluta WordPress námskeiðsins förum við yfir nytsamleg tól og WordPress stillingar.