Leitarvélabestun fyrir WordPress – 4 einföld ráð

Þú ert búinn að borga hönnuði fyrir fallegt útlit og koma upp glæsilegum WordPress vef, það sem gerist næst er að vefurinn fer að fá inn mikla traffík ekki satt?

Rangt, ef að leitarvélar skilja ekki nýja vefinn þinn þá bjargar fallegt útlit þér ekki og aurinn hefði alveg eins getað farið eitthvert annað. En engar áhyggjur WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi og með smá vinnu getur þú grunn leitarvélabestað nýja vefinn þinn sjálfur og komið vefnum þínum ofar í leitarvélarnar.

Í þessum pósti ætla ég að telja upp 4 einföld ráð sem ég notast við og tengjast leitarvélabestun fyrir WordPress.

1. Lýsandi slóðir (URL)

Hvernig vilt þú að slóðirnar á vefnum þínum líti út fyrir leitarvélarnar?

Svona?

vefold.is/?p=123

Eða kannski svona?

vefold.is/leitarvelabestun-fyrir-wordpress-4-einfold-rad

Í grunninn þá er stillingin í WordPress þannig að slóðir eru ekki lýsandi, eins og ég sýndi hér fyrir ofan. (/?p=123). Þetta er ekki gott fyrir leitarvélar því við viljum hafa lýsandi slóðir.

Þegar slóðin er lýsandi þá koma leitarorð fram í strengnum og því ertu líklegri að birtast ofar í leitarvélum. ATH Veföld passar sérstaklega upp á það að hafa slóðir lýsandi á nýjum vefsíðum, viðskiptavinir okkar þurfa því ekki að hafa áhyggjur af þessu atriði.

Svona breytir þú þessu:

Skref 1 Þú skráir þig inn í bakenda WordPress

Skref 2 Smellir á „Settings“

Skref 3 Velur „Permalinks“

Skref 4 Hakar í „Post name“ og smellir svo á „Save Changes“

Mynd sem sýnir WordPress Permalinks

2. Lýsandi titlar og meta lýsing

Ef þú hefur ekki heyrt um Yoast SEO viðbótina fyrir WordPress þá ættir þú að kynna þér hana núna.

Ef leitarvélarvélar vita ekki um innihaldið á vefnum þínum þá ertu ekki að fara birtast ofarlega í leitarniðurstöðum. Yoast SEO er frábært tól sem leyfir þér að skrifa sérsniðna titla og meta lýsingar á hverja síðu og því hefur þú fulla stjórn á því hvernig vefurinn birtist í leitarvélum og hvaða skilaboð koma fram í leitarniðurstöðum. Einnig höfum við sett saman ítarlegt námskeið um Yoast SEO. Smelltu hér ef þú vilt læra meira.

Yoast SEO Skjáskot

3. Hraði vefsíðu

Ertu einn af þeim sem telur hraða vefsíðu ekki skipta máli?

Hröð vefsíða býður upp á góða notenda upplifun og er orðinn hluti af leitarvélabestun. Leitarvélar vilja birta viðeigandi niðurstöður til notandans, hraðari og öruggari vefur skilar þér ofar í leitarniðurstöðum.

Það eru nokkrar leiðir til að auka hraðann á WordPress vefnum þínum. Ein mjög algeng ástæða fyrir því að WordPress vefur sé orðinn mikið hægur er vegna þess að myndir sem hafa verið settar inn á vefinn eru of stórar, passaðu að vista myndir sérstaklega fyrir vefinn þinn áður en þú setur þær inn í WordPress.

Einnig er mikilvægt að vera með vefinn hjá öflugum hýsingaraðila sem passar upp á að WordPress keyri hratt og örugglega. Svo er líka til caching viðbætur í WordPress sem auka hraðann á vefnum þínum, ein slík sem hefur fengið góða dóma heitir W3 Total Cache.

Mynd sem sýnir hraða vefsíðu

4. Titil og alt-tag á allar myndir

Ef myndirnar á vefsíðunni þinni hafa ekki titil og alt texta þá vita ekki leitarvélar og skjálesarar um innihaldið á myndinni og því ólíklegt að þær birtast í leitarniðurstöðum. Það er engin afsökun að hafa ekki titil og alt tag á myndum nema leti, leitarvélabestunin fær svo sannarlega að njóta sín ef þessu er bætt inn.

Til að setja inn titil og alt texta á myndir þarftu enga viðbót, þú skráir þig einungis inn á bakenda WordPress og smellir á „Media“ eða „Skrár“ ef vefurinn er stilltur á íslensku. Í greininni okkar Hvernig á að setja inn myndir í WordPress er farið nánar yfir myndabankann í WordPres.

Mynd sem sýnir media í bakenda WordPress

Þegar þú ert búinn að opna myndaalbúmið þá finnur þú myndina sem þú ætlar að breyta, smellir á myndina og skrifar inn titil og alt texta, myndin vistast svo sjálfkrafa.

Mynd sem sýnir Titil og alt tag í WordPress

Nú þegar myndin hefur fengið titil og alt-tag í myndabanka WordPress þá geta leitarvélar og skjálesarar skilið innihald myndarinnar.

Þessi fjögur einföldu ráð er eitthvað sem allir ættu að reyna nýta sér þegar það kemur að Leitarélabestun fyrir WordPress.