Vefsíðugerð í WordPress – Af hverju að velja WordPress?

Ef þú hefur áhuga á vefsíðugerð og vilt setja nýja vefsíðu í loftið en veist ekki hvar þú átt að byrja þá mælum við með að þú lesir áfram.

Við lendum nánast daglega í því að fá fyrirspurnir um WordPress og önnur vefumsjónar kerfi sem eru í boði. Við viljum meina að rétt val á vefumsjónarkefi skipti öllu þegar það er farið út í það að búa til nýjan vef.

Oftar en ekki þá þyljum við upp sömu ræðuna og því fannst okkur tilvalið að skrifa örgrein þar sem við teljum upp nokkrar ástæður afhverju þú eigir að velja WordPress fyrir nýju vefsíðuna þína.

WordPress var stofnað 2003 og hefur verið í stanslausri þróun síðan. Það er orðið  langstærsta vefumsjónarkerfi í heiminum og keyrir 33% af öllum síðum á netinu.

WordPress er 100% frítt

Það eru tvær útgáfur af WordPress og þær eru báðar fríar.

WordPress.com þar sem þú getur sett upp fría síðu á nokkrum mínútum. Hér færðu útgefna slóð frá WordPress.com. Dæmi: vefur.wordpress.com

WordPress.org. Hér  getur þú getur sótt WordPress í tölvuna þína og sett upp á eigin netþjón eða vistað hjá hýsingaðila.

Ef þú ætlar að setja i loftið litla blogg síðu með litla traffík þá hentar fyrri möguleikinn ágætlega.

Aftur á móti ef þú ætlar að setja upp síðu á þínu eigin léni hvort sem það er fyrir blogg eða fyrirtækjavef þá mælum við að sjálfsögðu að fara seinni leiðina. Þá þarftu að greiða fyrir lénið þitt og sömuleiðis hýsingu.

Veföld hýsir einungis WordPress vefsíður og hjá okkur getur þú sett upp nýjustu útgáfu af WordPress á örfáum mínútum. Smelltu hér til að læra setja upp WordPress vef hjá Veföld.

Open Source.

Það vita kannski ekki margir hvað Open-Source þýðir, en ég skal gera mitt besta til að reyna útskýra það á mannamáli.

Open Source þýðir það að kóðinn á bakvið WordPress er opinn og frír. Þetta þýðir að allir notendur geta skoðað kóðann og uppbygginguna á bakvið WordPress.

Það þýðir líka að ef upp kemur vandamál í WordPress þá geta forritarar allsstaðar úr heiminum komið með ábendingar til WordPress hvernig eigi að laga vandamálið.

Leitarvélar elska WordPress

Það vilja allir birtast ofarlega á leitarvélum og hér komum við aftur að því hvað það er mikilvægt að velja rétt vefumsjónarkerfi á byrjunarreit.

Leitarvélar skilja WordPress og WordPress veit hvað leitarvélar vilja sjá. Það er meira segja hægt að ganga skrefinu lengra og setja upp Yoast viðbótina (plugin). Yoast viðbótin er notuð af milljónum síða og lang-langvinsælasta leitarvélaviðbót sem til er. Þessi viðbót er einföld í notkun sem leiðbeinir þér hvernig þú eigir að leitarvélabesta síðurnar á vefnum þínum og lætur þig vita ef það eru einhver atriði sem þarf að skoða nánar.

Joost De Valk stofnandi Yoast til vinstri ásamt starfsfólki Vefaldar.

Veföld setti saman frítt námskeið sem kennir notendum að grunn leitarvélabesta síðuna með að nota Yoast viðbótina. Smelltu hér til að skoða námskeið.

WordPress er mjög hraðvirkt

Það finnst engum gaman að skoða hæga síðu. Ef vefurinn þinn er hraður þá er líklegra að notendum líki vefsíðan þín og skoði hana oftar.

Einnig er hraði orðinn „Ranking Factor“ hjá leitarvélum, sem þýðir það að leitarvélar verðlauna hraða vefi!

Ef WordPress er rétt uppsett og á öflugri vefhýsingu þá er kerfið mjög hraðvirkt.

Veföld hraðaprófun

Einfalt í notkun

WordPress kerfið er gífurlega einfalt í notkun og það kemur okkur sífellt á óvart hvað notendur eru fljótir að læra á kerfið. Einnig eru ótal mörg námskeið á netinu sem kennir þér á WordPress, sum frí önnur þarf að greiða fyrir. Veföld býður upp á frítt byrjendanámskeið í WordPress þar sem farið er yfir öll helstu atriðin. Smelltu hér til að skoða námskeið.

Skjáskot úr WordPress
Skjáskot af WordPress vefumsjónarkefinu

Mikill stuðningur í WordPress

Þú þarft ekki að leita langt til að fá aðstoð. Þar sem WordPress er langstærsta vefumsjónakerfi í heiminum þá eru mjög margir sérfræðingar sem sérhæfa sig í því. Hér heima höfum við fullt af hæfileikaríku fólki sem vinnur við WordPress.

Einnig er mjög líklegt að þú getir leitað eftir vandamálinu á netinu og fundið lausn þar.

Viðbætur og útlit

Það er óhætt að segja að WordPress sé með innbyggt „App Store“ . Ef þú vilt t.d setja upp myndagallerí á síðuna þá leitar þú einungis eftir því undir „Plugins“ eða „Viðbætur“.

WordPress sýnir þér þær niðurstöður sem þú leitaðir eftir og í kjölfarið getur þú flokkað eftir „Vinsælt“ , „Mælt með“ eða „Uppáhöld“.

Þegar þú finnur viðbót sem þér líst vel á þá smellirðu bara á Download og kerfið sækir viðbótina fyrir þig.

Smelltu hér til að læra setja inn viðbætur í WordPress.

Það sama á við útlit, að sjálfsögðu er gaman að fá hönnuð til að hanna þína fullkomnu síðu en WordPress er líka með tilbúin útlit sem þú getur sett upp á örfáum mínútum. Sum eru frí en önnur kosta.

WordPress viðbætur
Viðbætur í WordPress

Uppfærslur & Öryggi

Eins og við töluðum um hér fyrir ofan þá er WordPress Open Source sem þýðir að kóðinn er opinn,  hver sem er getur skoðað uppbygginguna á kerfinu og komið með nytsamlegar ábendingar. Kerfið er búið að vera í stanslausri þróun síðan 2003 og reglulega koma uppfærslur fyrir kerfið. Ef uppfærslur eru settar inn þá er vefurinn þinn eins öruggur og möguleiki er á.