Hvernig set ég upp WordPress vef hjá Veföld?

Hjá Veföld getur þú sett upp WordPress vefsíðu á nokkrum mínútum. Þú stofnar aðgang og kerfið okkar sér um að sækja og setja upp nýjustu útgáfu af WordPress.

Stofnun aðgangs

Til að stofna aðgang opnar þú vefsíðu okkar https://vefold.is. Á miðju forsíðunnar slærðu inn tölvupóstfang og lykilorð sem þú vilt nota. Því næst smellir þú á gulu örina til að stofna aðgang.

Stuttu seinna færðu sendan tölvupóst þar sem þú smellir á slóð til að virkja aðganginn. Þetta er gert til að staðfesta að þú sért eigandi tölvupóstfangsins. Þegar tölvupóstfang hefur verið staðfest má setja upp WordPress vef.

Veföld forsíða

Uppsetning á WordPress vef

Eftir að þú hefur stofnað og virkjað aðgang ertu líklega með stjórnborðið opið. Ef ekki getur þú skráð þig inn á slóðinni https://stjorn.vefold.is. Einnig er innskráningar takki efst í hægra horninu á vefsíðu okkar https://vefold.is sem vísar í innskráningu.

Veföld stjórnborð

Til að setja upp nýjan vef smellir þú á „Nýr vefur“. Þá opnast síða þar sem þú getur valið notandanafn og lykilorð fyrir vefinn. Því næst velur þú áskriftarleið og fyllir út greiðsluupplýsingar.

Á þessari mynd er skjáskot af bakenda Vefaldar

Að því loknu fyllir þú út greiðsluupplýsingar smellir á Áfram og kerfið okkar setur  upp WordPress vefsíðu fyrir þig. Uppsetningin getur tekið smástund en þegar hún er búin færðu upp greiðslukvittun og slóð vefs á skjáinn. Slóð vefs er úthlutað sjálfkrafa en henni getur þú breytt seinna í stjórnborðinu undir stillingum vefs.

Þegar vefur hefur verið settur upp kemur hann fram í lista á forsíðu stjórnborðsins. Þar má finna stillingar vefs og tengil beint í innskráningu WordPress kerfisins. Sé smellt á slóð vefs opnast vefurinn í nýjum flipa eða glugga.

Veföld stjórnborð

Til hamingju, nú hefur þú sett upp WordPress vef hjá Veföld. Ef þú að byrja nota WordPress og vilt læra betur á kerfið þá mælum við með námskeiðinu okkar á netinu. Námskeiðið er frítt, opið fyrir alla og fer yfir öll helstu atriði til að koma þér af stað.

Smelltu hér til að hefja frítt WordPress námskeið hjá Veföld.