Breadcrumbs stillingar

Breadcrumbs í Yoast SEO. Námskeið í Leitarvélabestun.

Brauðmolar (breadcrumbs) eru hlekkir sem birtast yfirleitt efst í síðum og sýna fólki hvar það er statt á vefnum.

Til að kveikja á þessum möguleika fyrir síðuna skaltu fara í „Search Appearance“ undir „SEO“ vinstra megin í WordPress-stjórnborðinu og smella svo á „Breadcrumbs“ flipann. Þar smellirðu á „Enabled“ og færð upp stillingar fyrir brauðmolana. Ef síðan þín er á íslensku þarftu að þýða smávegis af texta.

Leitarvélabestun í Yoast. Breadcrumbs.

Breyttu stillingunum eftir því hvað hentar þinni síðu eða leiktu þér til að sjá hvernig þetta kemur út.

ATH: Brauðmolar eru ekki endilega hluti af öllum WordPress-þemum. Ef þemað sem þú ert að nota býður ekki upp á brauðmola þarftu að breyta kóðanum en neðst í flipanum eru leiðbeiningar til að gera það. Við mælum með því að fá ráðleggingar frá sérfræðingum ef þið eruð ekki kunnug vefforritun.