XML Sitemap í Yoast SEO

XML Sitemap í Yoast SEO. Námskeið í Leitarvélabestun.

XML sitemap er skrá sem segir leitarvélum hvernig skipulag síðunnar þinnar er. Það er að segja, birtir lista yfir síður,  færslur og efni á vefsvæðinu, sem leitarvélarnar lesa og raða hjá sér. Í hvert sinn sem þú uppfærir síðuna þína með t.d. nýjum pósti eða færslu, uppfærist XML sitemap sjálfkrafa, svo þú þarft ekki að hugsa meira um það.

Þegar Yoast er sett upp í fyrsta skipti býr það til XML Sitemap fyrir vefsvæðið þitt. Til að athuga hvort XML Sitemap sé ekki virkt á vefsvæðinu þínu smellir þú á General“ undir SEO“ og svo smellir þú features“ flipann. Þar ætti XML Sitemaps a að vera On.

Leitarvélabestun í Yoast. XML Sitemaps.

Einnig getur þú bætt við /sitemap.xml aftast í slóðina á léninu þínu til að athuga hvort sitemap sé virkt. Dæmi: vefold.is/sitemap.xml. Þá ættir þú að fá síðu sem lítur nokkurn veginn svona út:

Leitarvélabestun í Yoast. XML Sitemaps.

Í Search Appearance undir SEO getur þú svolítið ráðið því hvað leitarvélarnar sjá á vefnum þínum, sem dæmi getur þú stjórnað því hvort þær finni færslur, síður myndir, authora o.fl:

Í „Content Types“ flipanum geturðu stjórnað því hvort færslur eða síður eigi að birtast í leitarvélum.

Leitarvélabestun í Yoast. XML Sitemaps.

Í „Taxonomies“ flipanum geturðu stjórnað því hvort Flokkar eða Efnisorð eigi að birtast í leitarvélum.

Leitarvélabestun í Yoast. XML Sitemaps.

Í „Archives“ flipanum geturðu stjórnað því hvort author birtist í leitarvélum.

Leitarvélabestun í Yoast. XML Sitemaps.

ATHEf átt er við þessar stillingar getur það kostað vefinn þinn að detta úr leitarniðurstöðum, best er að kynna stillingarnar vel áður en átt er við þær.