Social Sharing flipinn í Yoast SEO

Social sharing í Yoast SEO. Námskeið í Leitarvélabestun.

Fyrir neðan myndina af umferðarljósum á Yoast-svæðinu er flipi með merkinu til að deila á samfélagsmiðlum. Þangað er mjög gott að kíkja áður en þú birtir nýja færslu eða síðu, til að sjá hvernig hún kemur til með að líta út þegar fólk deilir henni á samfélagsmiðlum.

Leitarvélabestun í Yoast. Social.

Þú getur bæði séð hvernig hún mun líta út á Facebook og Twitter.

En ekki nóg með það, heldur geturðu líka breytt stillingunum fyrir færsluna, þannig að hún sé t.d. með mismunandi fyrirsögn eða lýsingu eftir því á hvaða miðli hún birtist! Sem þýðir að titillinn og lýsingin sem þú valdir þegar þú stilltir færsluna eða síðuna fyrir leitarvélarnar þurfa ekki að vera eins. Þú getur líka breytt myndinni og sett t.d. aðra mynd eða myndina í annarri stærð sem hentar betur fyrir hvern miðil.

Prófaðu þig áfram. Þú getur prófað að vera með meira grípandi titil fyrir samfélagsmiðlana heldur en leitarvélarnar og séð hvort það gangi betur að fá fólk til að deila.