Nytsamleg tól og WordPress-stillingar

Þá er komið að síðasta hluta WordPress-námskeiðsins.

Við förum ekki mjög ítarlega yfir tólin sem má finna undir „tools“ en bendum fólki á að skoða þau. Þau snúa aðallega að því að einfalda fólki að flytja inn færslur úr öðrum kerfum og setja inn viðbót á vafrann þinn til að fólk geti skrifað færslu á fljótlegan hátt ef það rekst á eitthvað sniðugt á netinu.

Stillingarnar, „settings“ vinstra megin á skjánum, eru mikilvægari og því skulum við renna yfir þær.

Undir „general“ finnurðu grunnstillingar fyrir síðuna, eins og titil, tímabelti, tungumál og fleira.

Grunnstillingar í WordPress bakendi

Undir „writing“ geturðu til dæmis valið sjálfgefið val á flokkum.

Grunnstillingar í WordPress bakendi

Undir „reading“ eru mikilvægar stillingar. Þar stillirðu hvort sýna eigi nýjustu greinar eða kyrrstæða síðu, en við fórum yfir það í fyrri hluta námskeiðsins. Þar geturðu líka stillt hversu margar greinar eigi að sýna á bloggsíðunni og hvort það eigi að sýna alla greinina eða úrdrátt.

Grunnstillingar í WordPress bakendi

Ef þú vilt að leitarvélar finni síðuna þína og birti í leitarniðurstöðum skaltu passa að alls ekki sé hakað í „Discourage search engines from indexing this site“.

Undir „discussion“ eru stillingar fyrir athugasemdir en við vorum búin að fjalla um það í fyrri hluta námskeiðsins.

Undir „media“ geturðu stillt sjálfgefnar stærðir á myndum sem þú setur inn.

Undir „permalinks“ velurðu til dæmis hvaða snið þú vilt hafa á vefslóðunum. Við mælum sterklega með því að nota „post name“ sniðið.

Permalink stillingar í WordPress

Nú höfum við farið yfir alla helstu þætti WordPress-kerfisins og þú ættir að vera orðin/n fær um að setja upp þína eigin síðu í WordPress. Smelltu hér ef þú ert nú þegar ekki með WordPress síðu og vilt læra að setja upp nýjan WordPress vef hjá Veföld.

Gangi þér vel!