Til að komast í almennar stillingar fyrir Yoast, skaltu smella á „SEO“ vinstra megin í stikunni á skjánum.
Dashboard
Þá kemstu á stjórnborðið fyrsti hnappurinn sem þú lendir á er Dashboard. Dasboard sýnir þér ef það eru einhverjar tilkynningar um vandamál eða skilaboð frá Yoast.
Ef þú ert að fara þangað í fyrsta sinn færðu upp valmöguleikann „Open the configuration wizard“ sem þú getur smellt á til að láta leiðbeina þér í gegnum uppsetningarferlið.
Features
Kíktu nú á „Features“ flipann. Þar geturðu kveikt og slökkt á nokkrum atriðum eftir því sem hentar:
- „SEO Analysis“ kemur með ráðlegginar fyrir þig og hvernig þú getur bætt textan hjá þér.
- „Readability“ sem greinir hversu læsilegur textinn er. Við fórum yfir það í fyrri hluta námskeiðsins en hérna geturðu slökkt á því ef þú vilt.
- „Cornerstone content“. Þú getur slökkt á þeim möguleika að haka við „cornerstone content“ eins og við fórum yfir áður.
- „Text link counter“ telur innri og ytri hlekki á hverri síðu og í greinum.
- „XML Sitemaps“ . Yoast býr til XML sitemap fyrir vefinn þinn en hér getur þú valið hvort þú notist við Yoast Sitemap eða þitt eigið.
- „Ryte integration“ kannar daglega hvort vefurinn þinn sé lesanlegur hjá leitarvélum og lætur þig vita ef hann verður það ekki.
- „Admin bar menu“. Hér geturðu fjarlægt Yoast úr stikunni efst á síðunni hjá þér.
- „Security: no advanced settings for authors“ Ef þú ert með notendur sem hafa author réttindi og eru að setja inn efni á vefinn þinn þá hafa þeir enga stjórn á leitarvélabestuninni, einungis notendur sem eru með editor eða administrator réttindi.
Ekki gleyma að vista ef þú breyttir stillingum.
Webmaster tools
Við mælum með Google webmaster tools (ásamt Google Analytics) til að fylgjast með stöðunni á vefnum þínum. Ef þú ert með aðgang að Google webmaster tools geturðu tengt hann við Yoast með því að smella á „Webmaster tools“ flipann í almennu stillingunum. Auk þess er þar möguleiki á að tengja Bing webmaster tools og Yandex webmaster tools, ef þú ert að nota þau.
Smelltu á „Save changes“ til að vista breytingarnar.