Titlar og Meta-stillingar í Yoast SEO

Titlar og meta stillingar. Námskeið í Leitarvélabestun.

Í Yoast eru stillingar fyrir titla og meta-upplýsingar sem eru mjög mikilvægar fyrir leitarvélar. Til að komast í þær skaltu smella á “Search Appearance” undir “SEO” í stikunni vinstra megin á síðunni.

Leitarvélabestun í Yoast. Search Appearance.

Í “General” flipanum geturðu valið hvaða tákn þú vilt nota til að skipta upp upplýsingum í titlinum á síðunni þinni. Táknið kemur á milli titils og nafnsins á síðunni þinni. T.d.:

Leitarvélabestun í Yoast. Title separator.

Norðurljós á Norðurlandi – Einhver ferðavefur

Eða:

Norðurljós á Norðurlandi ~ Einhver ferðavefur

 

Fyrir neðan sérðu nafnið á vefsíðunni (sem Yoast fær frá „Settings“ stillingunum í WordPress) og getur breytt ef þú vilt. Þú getur líka sett inn hliðstætt nafn undir „Alternate name“ ef þú vilt að leitarvélar taki það til greina líka.

Undir „company or person“ geturðu valið hvort vefsíðan þín tilheyri þér persónulega eða sé fyrir fyrirtæki, stofnun eða álíka. Ef þú velur „company“ geturðu sett inn nafn þess og hlaðið upp vörumerki (logo). Ef þú velur „person“ seturðu inn nafnið þitt.

Leitarvélabestun í Yoast. Fyrirtækjaupplýsingar.

Vistaðu breytingar ef einhverjar eru.

Ef þú smellir á „Need help?“ geturðu séð ýmsar breytur undir „Template explanation“ sem þú getur notað til að búa sjálfkrafa til heiti á færslum.

Leitarvélabestun í Yoast. Aðstoð með breytur.

T.d:

%%title%% %%sep%% %%sitename%%

Verður sjálfkrafa:

Norðurljós á Norðurlandi – Einhver ferðavefur

Til að stilla þessu upp (ef þú vilt breyta þessu frá sjálfgefnu stillingunum) ferðu í „Content Types“ flipann. Þú getur stillt breyturnar fyrir allar færslur, síður og fleira. Þú getur stillt titilinn, meta-lýsingu og einnig valið hvort þú viljir að ákveðnar tegundir af efni birtist í leitarvélum eða ekki, en það gerirðu með því að stilla „index“ eða „noindex“. Þar velurðu líka hvort sýna eigi dagsetninguna í „snippet“ og hvort Yoast svæðið eigi að sjást fyrir allar gerðir efnis eða ekki.

Það sama gildir í „Taxonomies“ og „Archives“ flipunum. Þar geturðu stillt breytur fyrir t.d. flokka og merki (tags). Þar sérðu mögulega fleiri atriði en það fer eftir því hvaða þema þú ert að nota. Í archive flipanum skaltu passa að ef það er einn höfundur á blogginu þá er betra að setja „meta robots“ í „noindex“ undir „author archives“. Það er vegna þess að annars lesa leitarvélarnar „author archives“ sem nákvæmlega sama efni og er á síðunni og gætu mögulega refsað þér fyrir að vera með svokallað „duplicate content“. Það sama gildir um „Date archive settings“ og „special pages“ en þar er sjálfkrafa merkt við „noindex“.