Social stillingar í Yoast SEO

Social stillingar í Yoast. Námskeið í Leitarvélabestun.

Til að hafa samfélagsmiðlastillingar á hreinu og passa að síðan þín birtist rétt þegar fólk deilir henni er gott að renna yfir „Social” stillingarnar sem þú finnur undir „SEO“ í stikunni vinstra megin í WordPress-stjórnborðinu.

Leitarvélabestun í Yoast. Samfélagsmiðlar.

Í fyrsta flipanum sem heitir „Accounts“ skaltu setja inn slóðir á alla viðeigandi samfélagsmiðlareikninga sem þú notar. Mundu að vista.

Hinir fliparnir bjóða þér að stilla hvernig þú vilt að síðurnar birtist á samfélagsmiðlum. Við mælum með því að þú setjir inn mynd í „Facebook“ flipanum undir „image URL“ til að koma í veg fyrir að Facebook birti ekki tóman kassa í staðinn fyrir mynd þegar einhver deilir síðu með engum myndum á.

 

Ef þú vilt sjá „Facebook insights“ geturðu tengt saman Facebook aðganginn þinn og Yoast í þessum flipa. Smelltu á „Add Facebook admin“ og fylgdu leiðbeiningunum.

Í „Twitter“ flipanum skaltu endilega merkja við „Enabled“ svo að allt líti vel út ef einhver deilir af síðunni þinni á Twitter. Þú getur stillt hvort það sjáist yfirlit (summary) eða yfirlit með stórri mynd, sem við mælum með.

Í „Pinterest“ flipanum geturðu tengt saman Pinterest og Yoast ef þú ert með Pinterest aðgang.

Ef þú ert með Google+ síðu þá geturðu sett slóðina á hana í „Google+“ flipanum.