Ýmsar gerðir færslna í WordPress

Í WordPress er hægt að velja sér fyrir fram ákveðið útlitsþema (e. Theme) fyrir vefsíðuna og þau skipta hundruðum eða þúsundum. Þau eru misgóð og bjóða ekki öll upp á sömu möguleika. Seinna í WordPress-námskeiðinu förum við ítarlega yfir útlit og útlitslegar breytingar.

Í sumum þessara þema geturðu valið mismunandi útlit á færslu, eftir því hvort þú merkir hana sem hljóð, samtal, myndasafn, tilvitnun o.s.frv.

Yfirleitt velur fólk „standard“ færslu. Hún samanstendur af fyrirsögn og meginmáli.

Þar fyrir utan er hægt er að velja „aside“ sem er meira eins og stutt hugleiðing, „image“ fyrir mynd, „video“ fyrir myndbönd o.s.frv. Við það breytist útlit færslunnar, en athugið að það bjóða ekki öll þemu upp á valmöguleikann að skipta um útlit á færslu.

Ýmsar gerðir færslna í WordPress

Nú ætlum við að fara yfir hvernig á að breyta færslum í WordPress.