Áfram með doppurnar. Við erum búin að skoða leitarorðaflipann en það er annar flipi við hliðina á honum sem heitir „Readability“. Atriðin þar segja til um hversu læsilegur textinn þinn er. Ekki bara fyrir lesendur, heldur leitarvélarnar líka.
Doppurnar þar hafa sömu merkingu og í leitarorðahlutanum og því mikilvægt að bæta úr þeim sem atriðum sem eru merkt með rauðu og appelsínugulu.
Þér til þæginda geturðu smellt á augað hægra megin við rauðmerktu atriðin og þá sérðu hvar í textanum þau eiga við, því sá hluti textans litast bleikur. Þetta flýtir oft talsvert fyrir yfirferðinni.
ATHUGAÐU: Ef þú skrifar færslu á íslensku er ekki víst að öll atriðin eigi við eða að Yoast greini textann rétt.
Atriðin eru:
- Setningar geta verið of langar. Í stað þess að tala í löngu máli er betra að setja punkt og byrja á nýrri setningu.
- Umskiptiorð (Transition word). Samkvæmt Yoast á ákveðið hátt hlutfall af setningum að innihalda „transition“ orð sem setja meira samhengi í textann og láta hann flæða betur.
- Hlutlaus rödd. Reynið alltaf að skrifa skýrar setningar og venja ykkur af því að skrifa með hlutlausum tóni. Dæmi um hlutlausa rödd: „Boltanum var kastað af manninum“ í stað þess að skrifa: „Maðurinn kastaði boltanum“.
- Flesch prófið. Yoast keyrir textann í gegnum staðlað próf sem segir til um það hversu læsilegur textinn er. Ef hann fær ekki nógu mörg stig gerir Yoast athugasemd við það.
- Lengd texta á eftir millifyrirsögn. Reynið að brjóta textann upp með millifyrirsögnum og ekki hafa of margar setningar á eftir hverri fyrirsögn.
Breyttu textanum þannig að doppurnar verði grænar og vistaðu færsluna.
Athugaðu að Yoast gerir ekki athugasemdir við stafsetningar- eða málfræðivillur. Það er góð regla að biðja einhvern um að lesa yfir færsluna til öryggis eða nota t.d. Skramba fyrir íslenskan texta.