Í langflestum tilfellum viltu alls ekki breyta stillingunum í „advanced“ flipanum í Yoast, sem þú finnur fyrir neðan merkið til að deila á samfélagsmiðlum.
Undir „Allow search engines to show this Síða in search results“ geturðu stillt hvort þú viljir að leitarvélar birti síðuna þína í leit eða ekki. Langoftast vill fólk að svo sé, en ef ske kynni að þú búir til færslu eða síðu sem á ekki að birtast á leitarvélum þá geturðu óskað eftir því hér.
Undir „Should search engine follow links onn this Síða“ geturðu leiðbeint leitarvélunum um hvort þær eigi að fylgja hlekkjum sem vísa út frá vefsvæðinu þínu eða ekki og veita þeim þar með vægi.
Undir „Meta robots advanced“ geturðu útilokað fleiri hluti eins og það hvort leitarvélarnar eigi að setja myndirnar við færsluna í leitarvélina eða birta ekki „snippet“.
Undir „Canonical URL“ geturðu sett aðra slóð en þá sem er sjálfgefin þegar þú býrð færsluna eða síðuna til.
Eins og við sögðum hér í byrjun, þá eru þetta stillingar fyrir lengra komna og ætti ekki að fikta í nema fólk sé 100% visst um hvað það er að gera.