Undir appearance og menus vinstra megin á skjánum geturðu búið til nýja valmynd og sérsniðið hana.
Gefðu valmyndinni nafn í „menu name“ og smelltu á „create menu“. Þú getur valið staðsetninguna á valmyndinni undir „menu settings“, en þær geta verið mismunandi eftir því hvaða þema þú notar.
Undir „pages“ sérðu nýjustu síðurnar þínar. Þú velur hvaða síður þú vilt setja í valmyndina og smellir á „Add to menu“. Þá birtast þær hægra megin undir „menu structure“.
Þú getur dregið þær til ef þú vilt raða þeim. Þú getur líka raðað þeim í yfir- og undirflokka. Ef þú vilt breyta heitinu á einhverju í valmyndinni smellirðu á örina og skrifar það undir „navigation label“.
Þú getur sett nánast hvað sem er í valmyndina þína, ekki bara síður. Vinstra megin geturðu valið t.d. stakar færslur og flokka eða sett inn tengla á hvaða síðu sem er undir „custom links“.
Smelltu á „save menu“ til að vista valmyndina.
Þegar þú ferð á síðuna þína sérðu nýju valmyndina á staðnum sem þú valdir.
Í sumum þemum er eitthvað sem heitir „social links“ valmynd. Í henni birtast tákn fyrir helstu samfélagsmiðla og þú getur tengt þau við miðlana sem þú notar, t.d. Facebook.
Þú getur notað „manage with live preview“ til að sjá breytingar um leið og þú gerir þær. Þetta á líka við um valmyndirnar. Prófaðu það til að breyta „social links“ til að æfa þig. Þú getur breytt nafninu á social links í eitthvað annað, t.d. „samfélagsmiðlar“ og smellt á „Edit menu“.
Farðu í „add items“ og settu inn tengla á helstu samfélagsmiðlasíðurnar þínar. Vistaðu breytingarnar og skoðaðu síðuna þína. Þú ættir þá að sjá að WordPress hefur sjálfkrafa sett inn táknin fyrir samfélagsmiðlana í staðinn fyrir texta. En athugaðu að það styðja ekki öll þemu þennan eiginleika.
Næst á dagskrá: Að setja inn viðbætur í WordPress