WooCommerce er að okkar mati auðveldasta og öflugasta leiðin til að breyta WordPress-síðu í netverslun. WooCommerce-kerfið er ókeypis og hægt er að sækja það úr viðbótum í WordPress bakendanum þínum. það er alls ekki mikið mál að breyta WooCommerce og aðlaga eftir þínum þörfum.
Um það bil 28% af öllum vefverslunum á netinu eru WooCommerce-netverslanir. Notendur þess geta auðveldlega búið til vöruflokka, sett inn myndir, breytt eiginleikum vöru, stillt sendingarsvæði, tungumál og svo framvegis.
Hægt er að tengja greiðslukortaþjónustur (bæði íslenskar og erlendar) við kerfið, keyra út ítarlegar skýrslur og setja inn ýmsar sniðugar viðbætur.
Í WooCommerce-námskeiðinu kennum við þér að setja eldsnöggt upp WooCommerce-vefverslun fyrir WordPress-síðuna þína.
Við hefjum námskeiðið með taka ykkur í gegnum WooCommerce uppsetningarferlið.