Keyword flipinn í Yoast SEO

Keyword flipinn í Yoast. Námskeið í Leitarvélabestun.

Um leið og þú hefur hlaðið inn Yoast-viðbótinni í WordPress-kerfið færðu upp nýtt svæði fyrir neðan textavinnslusvæðið þegar þú skrifar færslu eða breytir síðu.

 

Yoast Leitarvélabestun Snippet Preview

Efst í nýja svæðinu sérðu „snippet preview“ sem sýnir þér hvernig fólk sér síðuna þína í Google ef hún kemur upp í leit. Í þessum hluta námskeiðsins rennum við stuttlega yfir nýja svæðið en einblínum svo á „snippet“.

 

Leitarvélabestun í Yoast. Snippet Preview

Það fyrsta sem þú þarft að gera á nýja svæðinu er að velja leitarorð undir „Focus keyword“. Þar slærðu inn leitarorð eða leitarfrasa (fleira en eitt orð) sem lýsir best kjarna færslunnar þinnar. Segjum sem svo að þú sért að skrifa grein um norðurljós á norðurlandi, þá geturðu haft „focus keyword“ ‚norðurljós‘ eða allan frasann: „norðurljós á norðurlandi“. Athugaðu að stundum er betra að leitarvélabesta fyrir þrengri frasa heldur en eitt orð, en það fer eftir samkeppninni fyrir leitarorðið á leitarvélunum.

Leitarvélabestun í Yoast. Leitarorð.

Þú getur merkt greinina sem „Cornerstone content“ með því að haka í reitinn fyrir neðan. „Cornerstone content“ eru færslur sem þér þykja sérstaklega mikilvægar og tengjast mjög mikið því um hvað vefsvæðið snýst um. Með því að haka við ertu að segja Yoast-viðbótinni að þú viljir leggja sérstaka áherslu á þessa grein, og þá breytast stillingarnar lítið eitt. Færslan þarf því að vera mjög góð og vel skrifuð.

 

Neðar á Yoast-svæðinu, undir „Analysis“, sérðu að viðbótin er byrjuð að greina færsluna þína og koma með ábendingar um hvað má betur fara og hvað er í lagi. Atriðin eru aðgreind með rauðum, gulum og grænum doppum. Við kíkjum betur á það aðeins seinna.

Leitarvélabestun í Yoast. Analysis.

Við viljum fyrst fara yfir „snippet“ sem við nefndum áðan. Prófaðu að smella á mismunandi skjástærðir við hliðina á „edit snippet“ til að sjá hvernig færslan þín birtist í Google í mismunandi tækjum. Smelltu svo á „edit snippet“. Þá færðu upp fleiri reiti eins og „SEO title“, „Slug“ og „meta description“.

Leitarvélabestun í Yoast. Breyta Snippet.

„SEO title“ er mikilvægast svæðið hvað varðar snippet. Titilinn á færslunni hefur mikið vægi í leitarvélunum og því er mikilvægt að vanda hann og passa að aðalleitarorðið (eða frasinn) sé í honum. Yoast stingur sjálfkrafa upp á titli út frá heiti færslunnar og nafninu á vefsvæðinu þínu. En þú getur auðveldlega breytt honum með því að skrifa nýjan titil í reitinn.

Undir „slug“ sérðu hlutann af vefslóðinni sem tilheyrir færslunni, þ.e.a.s. https://www.síðanþín.is/slug-fyrir-færslu/. Yoast setur slug sjálfkrafa inn út frá heiti færslunnar en þú getur breytt því ef þér finnst það ekki nógu lýsandi.

Loks er reitur fyrir „meta description“. Hann er líka mjög mikilvægur, því þarna hefurðu tækifæri á að setja góða lýsingu á færslunni þinni og eitthvað áhugavert sem fær fólk til að smella. Þarna er líka mikilvægt að aðalleitarorðið þitt eða frasinn komi fram. Ef þú fyllir ekki út í þennan reit tekur Google sjálfkrafa fyrsta textann sem leitarvélin finnur á síðunni þinni og það á ekki alltaf vel við.

Leitarvélabestun í Yoast. Titil tag, slug og meta description.

Þegar þú ert búin/n að fylla út í reitina, smelltu á „Close snippet editor“. Til öryggis skaltu skoða aftur hvort að sýnishornið fyrir Google líti ekki vel út.

Leitarvélabestun í Yoast. Loka snippet.

Ef þú ert sátt/ur með útkomuna þá smellir þú því næst á „Update“ eða „Publish“ til að framkvæma breytingar.

Ábending: Leitarvélabestun snýst ekki bara um að setja leitarorðið eða leitarfrasann sem víðast, heldur skal alltaf hafa í huga að textinn sé skrifaður fyrir fólk, ekki bara leitarvélar. Hann þarf að vera skiljanlegur. Oft er gott að umorða frasann og breyta setningaröðun til að allt hljómi sem eðlilegast.