Sendingarsvæði og sendingarmöguleikar í WooCommerce

Nauðsynlegt er að stilla sendingarsvæði í WooCommerce, jafnvel þótt þú komir einungis til með að senda innan Íslands.

Smelltu á WooCommerce í stikunni vinstra megin á skjánum, veldu „Settings“ og því næst „Shipping“ flipann.

WooCommerce bakendi shipping

Því næst smellir þú á ,,Shipping“. Þar ættir þú að sjá Ísland undir Zone name.  Ef þú vilt senda til annara landa, svo sem Bretlands smellir þú á  „Add shipping zone“

WooCommerce bæta við landi

Veldu nafn á svæðið undir „Zone name“. Nafnið er ekki sýnilegt viðskiptavinum, þannig að þú velur bara eitthvað sem þér finnst þægilegt. Til dæmis ‚Bretland‘, eða ‚UK‘. Undir „Zone regions“ velurðu svæðið sem tilheyrir nafninu. Fyrir Bretland er það að ‚United Kingdom‘.

WooCommerce bæta við landi

Næst bætirðu við sendingarmöguleikum. Smelltu á „Add shipping method“. Þarna geturðu valið sendingarmöguleika fyrir svæðið sem þú ert að vinna með. Þú getur valið „Flat rate“, þar sem eitt sendingargjald leggst á alla pöntunina, „Free shipping“, þar sem viðskiptavinur þarf ekki að greiða sendingarkostnað, eða „Local pickup“, ef þú vilt bjóða viðskiptavinum upp á að geta sótt pöntunina.

Til að stilla sendingarkostnað skaltu fara með músina yfir nýja sendingarmöguleikann og velja „Edit“. Þar geturðu breytt nafninu á sendingarmöguleikanum, valið hvort reikna eigi virðisaukaskatt af sendingarkostnaði og sett inn sendingarkostnaðinn.

Í næsta hluta ætlum við að fara yfir hvernig þú býrð til nýja vöru í Woocommerce.