Færslur og síður í WordPress

Þú ættir að vera tilbúin/n til að byrja að setja inn efni á vefsíðuna þína. Í þessum hluta námskeiðsins skoðum við tvær leiðir til þess. Annars vegar færslur (e. Posts) og hins vegar síður (e. Pages).

Í augnablikinu er vefsíðan þín með staðlað útlit (e. Theme) sem allar WordPress-síður byrja með. Útlitið er kannski ekki spennandi en hentar ágætlega fyrir fyrirtækjavefsíður, eftir að þú ert búin/n að breyta því eftir þínu höfði.

WordPress vefur staðlað útlit

Á forsíðunni (e. Home page) er efsta svæðið (e. Header) oftast nýtt til að birta stóra mynd eða myndband.

WordPress haus í stöðluðu útliti

Nú ætla ég að gera nokkrar breytingar á vefsíðunni, þú getur smellt hér til að skoða sýnikennsluvefinn. Þegar þú flettir niður síðuna sérðu mismunandi svæði með texta.

Þú getur breytt öllum myndum og texta eftir þínu höfði.

Neðst er síðufótur (e. Footer) með ýmsum aukahlutum (e. Widgets) sem koma til með að birtast á öllum síðum.

Þar sérðu líka merkin fyrir helstu samfélagsmiðla.

Fótur í WordPress

Ef þú flettir upp og niður síðuna sérðu að valmyndin efst á síðunni er alltaf sýnileg.

Fletta upp og niður í WordPress

Á sýnikennslusíðunni er síða fyrir bloggfærslur. Ef smellt er á hana sjást færslur í tímaröð með nýjustu færslunni efst.

WordPress haus sem sýnir bloggfærslur

Ef smellt er á titil á færslu er hægt að lesa hana í heild sinni og sjá athugasemdir frá lesendum.

Bloggfærsla í WordPress

Gott er að gera sér grein fyrir muninum á færslu og síðu.

Færslur (e. Posts) eru bloggfærslur/greinar. Hægt er að merkja þær eftir leitarorðum (e. Keywords) og flokka þannig að lesendur geti flett þeim auðveldlega upp.

Síður (e. Pages) eru aðeins annars eðlis. Þær eru það sem er kallað kyrrstæðar (e. Static), þ.e.a.s. þær innihalda efni sem breytist sjaldan eða aldrei. Gott dæmi um slíkt er „um okkur“ síður sem finna má á flestum fyrirtækjavefsíðum.

Síður eru yfirleitt hafðar í aðalvalmynd efst á vefsíðum.

Oftast mælum við með því að hafa bloggsvæði á vefsíðu, en það er ekki nauðsynlegt. Ef því er sleppt samanstendur vefsíðan þín yfirleitt af mismunandi síðum (pages) en færslum (posts) er sleppt.

WordPress-síður eru yfirleitt búnar til úr blöndu af síðum og færslum.

Næst ætlum við að fara yfir Textavinnslu í WordPress.